
Hljóðblandaðu þína eigin útgáfu!
Hljómsveitin röskun hefur ákveðið að gefa út 12 laga plötuna „Á brúninni“ sem fríkeypis fjölrása pakka sem þú getur sótt og leikið þér með. Prófaðu að hljóðblanda, tónjafna og hlusta á hinar og þessar rásir, þar á meðal endanlegar útgáfur (master), endanlega hljóðblöndun (mixdown) og/eða upprunalegar vinnuútgáfur af hverju og einu lagi. Allt frítt og bara til gamans
Þessi pakki er ekki ætlaður sem sýnidæmi um hljóðblöndun og þú ert ekki að sækja skjöl með fullunnum rásum. Hinsvegar færðu rásir sem búið er að klippa, raða upp og leiðrétta eftir þörfum, án tónjöfnunar, endurómunar eða þessháttar. Hljóðstyrk og staðsetningum rása er mjög gróflega stillt up svo hægt sé að hlusta á þetta, svo er það í þínum höndum að láta þetta svííínsánda, eða ekki. Njóttu í botn!
Vinnsluskjöl fyrir þessi forrit fylgja:
- Logic Pro X (upprunalegt)
- Pro Tools
- Reaper
- Ardour
- Studio One
- Ableton Live
- Cubase
- Viltu meira? Hafðu samband!
Þetta verk er gefið út með Creative Commons Attribution-NonCommercial-NoDerivatives 4.0 International leyfi.
Skjölin með þessum pakka eru hýst hjá Internet Archvie:
Ef þú lendir í einhverju brasi með niðurhal frá Internet Archive þá er hér annar tengill.